Parabenar (Parabens) – eru þeir raunverulega vandamál?

Hvort sem það er hreinsir, krem, farði, kinnalitur, meik eða maskari, þá myndu þessar hversdagsvörur vera fullar af bakteríu, myglu og sveppi sem eru mjög skemmandi fyrir húð, slímhúð og augu, ef ekki væri fyrir parabena. Hins vegar, eins nauðsynleg og rotvarnarefni eru fyrir öryggi snyrtivara þá hafa þau fengið sína hlutdeild af neikvæðri umræðu um árin. Í dag þurfa parabenar að líða fyrir sögusagnir um að vera slæmt efni. En eiga parabenar skilið þetta slæma umtal sem hefur verið drifið áfram af fjölmiðlum? Við skulum líta á staðreyndirnar sem koma á óvart!

Ættir þú að forðast parabena?

Í einu orði, nei. Þrátt fyrir fjölmiðlafárið í kringum parabena, þá hafa útgefnar rannsóknir og alþjóðlegar snyrtivörueftirlitsstofnanir gert svarið skýrt: Parabenar, sérstaklega í því litla magni sem þeir eru notaðir í persónulegum snyrtivörum, valda ekki verulegri áhættu fyrir heilsuna. Það er engin áreiðanleg ástæða fyrir neytendur til að forðast snyrtivörur sem innihalda parabena. Samkvæmt þessum rannsóknum eru parabenar „fullkomlega niðurbrotnir áður en þeir fara út í blóðrásina.“ Í skoðun á estrogenvirkni parabenanna miðað við hámarks notkun, komst höfundur rannsóknarinnar að þeirri niðurstöðu að, „það væri ómögulegt að parabenar geti aukið líkur á hættu í tengslum við estrogen efni.“ Við endurtökum: Ómögulegt.
Parabenar geta komið í formi bulyparaben, ethylparaben, isobutylparaben, methylparaben eða propylparaben, í misskilningi rannsóknar frá árinu 2004, voru þeir ranglega tengdir við brjóstakrabbamein þegar umbrotsefni þeirra (ekki parabenarnir sjálfir) voru greindir í brjóstakrabbameins vefjasýnum.
Skömmu eftir að fjölmiðlafárið vegna parabenanna hófst, kom rannsakandinn sem gerði rannsóknina 2004 (P. Darbre) með svar í tímaritinu Journal of Applied Toxicology við fjölmiðlatengingunni milli parabena og krappamens með ákveðna yfirlýsingu, „Engin niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að parabenar hefðu valdið brjóstakrabbameinum.“ Hins vegar eins og umtalsverðar rannsóknir á heimsvísu hafa sýnt fram á til þrautar, eru parabenar brotnir niður, umbrotnir og skiljast frá líkamanum, honum að meinalausu. Þessi yfirlýsing gerir að engu þær falsásakanir sem eiga að hræða þig til að trúa því að parabenar séu slæm innihaldsefni.
Önnur ástæða til að finnast þetta grunsamlegt? Parabenar eru phytoestrogen, sem framleiða veik estrogen viðbrögð í líkamanum, en í hvert sinn sem áhrif innihalds er metið þarf að skoða það frá réttu sjónarhorni. Það er, hversu pínulítið magn af parabenum í snyrtivörum raðast upp við önnur phytoestrogen sem koma náttúrulega frá fæðu eða estrogen áhrifum úr mikið notuðum lyfjum? In-vivo prófun sýndi fram á að parabenar voru 10.000 sinnum mildari heldur en finnast í náttúrulegum phytoestrogenum eins og þeim sem finnast í þeirri fæðu og lyfjum sem við innbyrðum daglega.

Parabenar samanbornir við önnur náttúruleg innihaldsefni.

Við hugsum oft um plöntur sem góð efni en erum tortryggin fyrir tilbúnu innihaldi (oft ruglað við „mengandi efni (chemicals)“ þegar í raun er allt innihald úr efnum(chemicals)), en truflandi áhrif á innkirtla mannfólks á uppruna sinn í plöntum, eins og t.d. marijúana (kannabis), eða í lyfjum eins og acetophilus. Þrátt fyrir trú margra „náttúrulegra/lífrænna“ vörumerkjanotenda, hafa parabenar mjög „náttúrulegan uppruna. Þeir eru mótaðir í sýru (p-hydroxy-benzoic acid) sem finnast í rifsberjum og sólberjum. Það kaldhæðnislega er að „náttúruleg“ vörumerki þurfa stundum að leita í meira unnin efni til þess að forðast að nota parabena – sem er þversögn á það sem þeir gefa sig út fyrir.


Alþjóðlegt öryggismat á Parabenum.

Ertu að velta fyrir þér hvað Bandaríkin og alþjóða vísindasamfélagið hefur um þetta málefni að segja? Hér eru rannsóknir að vega og meta stofnaða öryggisskrá parabena í húð- og snyrtivörum (greinar í tenglum á ensku):

  • The American Cancer Society (Ameríska krabbameinsfélagið) hefur komist að þeirri niðurstöðu, byggt á útkomum rannsókna, að vísinda- og læknisfræðirannsóknir styðja ekki þá kenningu að notkun parabena í snyrtivörum getu aukið áhættu einstaklinga á brjóstakrabbameini.
  • The FDA (Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna) hóf að rannsaka áhrif parabena til að svara kenningum um möguleg áhrif þeirra á estrogen áhrif og tengingu við brjóstakrabbamein. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að parabenar væru öruggir til notkunar í snyrtivörur og segja enn fremur, byggt á öllum þeim sönnunargögnum sem liggja fyrir úr rannsóknum, að það sé engin ástæða fyrir neytendur að hafa áhyggjur af því að vörur þeirra innihaldi parabena.
  • Vísindaráð um Neytendaöryggi: Endanleg skoðun um Parabena, sem er opinbera yfirlýsingin frá Evrópusambandinu um ótvírætt öryggi parabena í snyrti- og húðlækningavörum. Þessi samantekt af áratuga langtíma og skammtíma öryggisskrám studdi við fyrrum ákvörðun Evrópusambandsins um að parabenar væru öruggir í snyrti- og húðvörum.
  • Health Canada, (Matvæla og lyfjastofnun Kanada) komst líka að þessari niðurstöðu, „Eins og staðan er í dag, þá eru engar sannanir þess efnis að orsakasamband sé að finna milli parabena og brjóstakrabbameins.“
  • The Personal Care Products Council, Bandarísk stofnun sem fer yfir og metur öryggi innihaldsefna sem notuð eru í snyrtivörur á opinn, óháðan og sérfróðan máta, samanstóð af meira en 265 rannsóknum í tímaritinu The Journal of Toxicology, benti á að dagleg snyrtivörumeðferð kvenna sem notaðist við vörur sem innihéldu parabena olli engum neikvæðum áhrifum á frjósemi þeirra og staðfesti öryggi parabena.

Önnur rannsókn hefur meira að segja vísað á bug þeirri langlífu mýtu að parabenar séu meðal meiri ofnæmisvaldandi rotvarnarefna í snyrtivörum, þar sem fram kemur að „…þessi umsvifamiklu efni hafa staðist fjóra áratugi af umfangsmiklum húðprófunum framkvæmdum af mörgum mismunandi stofnunum, bæði norður amerískum og Evrópskum, og núna, lýtur út fyrir að parabenar hafi reynst minnst ofnæmisvaldandi rotvarnarefnið sem notað er á almennum markaði.“
Toxicology Letters (Eyturefna-fræðitímarit) tilkynnti í desember 2013 í tengslum við orsakasamband parabena og heilsufarsvandamála „Heilt yfir, þrátt fyrir 20 ára rannsóknir, er áhætta lýðheilsu vegna snertingu við lága þéttni utanaðkomandi efna með veikri hormóna-líkri starfsemi, enn ósönnuð og ólíkleg tilgáta.“

Samantekt / Niðurstaða

Kaldhæðnislega, þá eru parabenar upprunnir í náttúrunni. Það er kaldhæðnislegt vegna þess að mörg náttúru- húðvörumerki vilja meina að innihaldsefni eins og parabenar séu hættulegir, þegar raunverulega hafi parabenar tæmandi öryggisskrá og eru náttúruleg afurð grænmetis og ávaxta. Matvæli eins og soya, baunir, hör, kirsuber, bláber, gulrætur og gúrkur framleiða parabena sem notaðir eru í húð-, hár- og snyrtivörur.
Þrátt fyrir þessa staðreynd, hvenar sástu síðast fréttatilkynningu eða fékkst áframsendan tölvupóst um gúrkur, baunir eða ber? Aftur á móti hefuru að öllum líkindum einhventíma séð álíka frétt eða fengið álíka tölvupóst um parabena og skaðleg tengsl þeirra við estrogen virkni. Sannleikurinn er sá að á heimsvísu er til ógrynni vísindalegra og læknisfræðlegra rannsókna sem sýna frammá öryggi við notkun parabena í húð- og snyrtivörum. Svo næst þegar þú lest sögu sem bendir til þess að parabenar séu óöruggir, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú trúir slíkri sögusögn og mundu staðreyndirnar – það agnarsmáa magn sem notað er í þínar vörur er ekki skaðlegt.

Þýtt af Dóru Ásgeirsdóttur.
Frá: https://cosmeticscop.com/2016/09/08/parabens-really-problem/

Parabenar (Parabens) – eru þeir raunverulega vandamál?
Nýlegar færslur
Hafa samband

Erum ekki við eins og er, en sendu okkur línu og við höfum samband við fyrsta tækifæri

0